The Thorvaldsens Museum Archives

Comment on 1841

[Forfatterens note i teksten] 1) Til eru og ýmsar mannamyndir og uppdrættir, er Albert gjörði um þessar mundir, einnig myndir á bókum, til að mynda norrænu sögunum hans Suhms, á Thalíu Hasles, vinar Alberts, og skáldmæla tilraunum Rabekks háskólakennara; en eitt tel eg merkilegast, og er það andlitsmynd Jóns Eiríkssonar Konferensráðs, með fullkomnum vexti, er þá andlitsmynd þess Íslendings, er einna frægastur var um útlönd, þeirra er þá voru uppi, gjörð af þeim sem víðræmdastur hefir orðið síðan. Það er og enn merkilegt, að mynd þessi er úr íslenzkri gipsjarðartegund, og að vísu varð henni ekki betur varið; hafði Jón Eiríksson látið taka hana og ætlaði að koma því á, að Danir keyptu gips að Íslendíngum , svo ekki þyrftu aðrar þjóðir að taka þann hagnað frá ættjörðu hans. Dýrgripur þessi er á Íslandi, og á hann amtmaðurinn yfir vesturumdæminu, herra Bjarni þorsteinsson riddari.

Last updated 18.11.2015