Comment on 1841
[Forfatterens note i teksten] 1) Þar heiti þetta mun víðar sjást í sögu þessari, þá ætla eg hlýða að gjöra nú þegar grein fyrir því, svo eigi þurfi þess síðar. Það á að tákna íþrótt þá, er Danir nefna „Billedhuggerie” eður „BiIledhuggerkunst,” eptir þýðsku heiti, „Bildkunst.” Smíðarnar má greina í þrennt: líkneskjur eður heilmyndir, (Statuæ eður Statuer), lágmyndir (Basreliefs), og höfðamyndir (Buster eða Brystbilleðer). Líkneskjur eru mestar, og hafa þær optast eðlilegan vöxt manna eður dýra, en stundum eru þær meiri, og kallast þá risavaxnar. Lágmyndum má kalla að• upp sé hleypt, er þær sjást eigi nema hálfar og þó frá hvirfli til ilja, en leyna jafnan annarri hliðinni, brjósti eður baki. Höfðamyndir eru enar þriðju: Þær eru höfuð með hálsi, lítið eitt ofaná brjóst. Veit eg það, að bílætasmíði og myndastyttur er algengt í íslenzkum bókum, en hvorki bílæti né stytta er rétt Íslenzka að heldur.
Last updated 18.11.2015