Kommentar til 1841

[Forfatterens note i teksten] 2) Friðrik Munter, er síðar var Sjálands biskup, fól Zóega þessum Albert á hendur. Það lítur svo út, sem honum hafi eigi líkað við Albert í fyrstu, er hann ritaði Munter það, að hann væri til einkis hæfur; samt átti Albert honum það upp að unna, að hann kom honum til að skoða fornsmíðar grandgæfilega og smíða eptir þeim, og hafði hann mikil not af því. Þegar Albert var búinn að smíða Jason, þá kvað Zóega svo að orði í bréfi til Munters, að nú væri komið fram það er hann hefði sagt jafnan, að Albert munði verða þjóðhagi, og þótti mönnum það kynlegt. Þótt Albert gæti aldrei gjört svo honum líkaði, þá voru þeir samt vinir og virtu hverr annann, og meðan Zóega lá banaleguna (1809), þá vakti Albert yfir honum nótt og dag, og hjúkraði honum fram í andlátið: síðan hefir hann haldið rækt við börn hans.

Sidst opdateret 18.11.2015